EN

22. apríl 2015

Svanir á skólatónleikum Sinfóníunnar

Um 3000 börn úr elstu hópum leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla sækja okkur heim um þessar mundir á þrenna skólatónleika. Á tónleikunum er flutt tónlist Atla Heimis Sveinssonar við ævintýri Muggs um Dimmalimm ásamt sönglagi hans Kvæðið um fuglana sem hann samdi við ljóð Davíðs Stefánssonar. Síðari hluti tónleikanna er tileinkaður annarri sögu af svönum, Svanavatninu, sem Tsjajkovskí samdi ódauðlega balletttónlist við. Sögumaður á tónleikunum er Halldóra Geirharðsdóttir en hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson. 

Til að gera upplifunina enn glæsilegri fær Sinfóníuhljómsveit Íslands til liðs við sig Gradualekór Langholtskirkju og nemendur í Listdansskóla Íslands. Þá er myndum Muggs við söguna um Dimmalimm varpað á stórt tjald og málverk Ásgríms Jónssonar, Svanur í tjörn, myndskreytir Svanavatnið. 

Tónleikarnir eru hluti af öflugu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveit Íslands en reglulega koma mörg þúsund skólabörn á tónleika hljómsveitarinnar og þá heimsækir hún skóla víðsvegar um höfuðborgarsvæðið árlega. 

Tónleikarnir eru hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík.

Þeir skólar sem koma á tónleika okkar að þessu sinni:

Álfaberg, Álfasteinn, Árborg, Askja Hjallastefnan, Austurbæjarskóli, Bakkaborg, Bjartahlíð, Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli, Dalur, Drafnarsteinn, Fífuborg, Flataskóli, Garðaborg, Grænaborg, Grandaborg, Grandaskóli, Háteigsskóli, Heilsuleikskólinn, Fífusalir, Hlíðaskóli, Hofsstaðaskóli, Hólaborg, Ingunnarskóla, Klettaborg, Kópasteinn, Kvistaborg, Langholt, Langholtsskóli, Laufskálar, Laugaesskóli, Laugasól, Lindarborg, Lyngheimar, Melaskóli, Mýri, Norðurberg, Núpur, Ölduselsskóli, Ós, Ösp, Rauðhóll, Rofaborg, Seljaborg, Seltjarnarness, Sjónarhóll, Sólstafir Waldorfleikskólinn, Sólstafir/Höfn, Stakkaborg, Sunnufold, Frosti, Tjörn, Vallarsel, Vesturbæjarskóli, Vesturborg, Víðistaðaskóli, Vinagarður KFUM&K og Vinaminni.