EN

18. maí 2015

Áherynarprufur fyrir Jólatónleika Sinfóníunnar

Áheyrnarprufur fyrir jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2015 verða haldnar föstudaginn 23. október nk. í Hörpu.  

Í ár er leitað eftir tveimur hljóðfæraleikurum; klarínettuleikara og sellóleikara sem lokið hafa miðstigi, hið minnsta, til að flytja lagið Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Gradualekór Langholtskirkju og klassískum ballettdönsurum. Þar sem lagið er útsett sérstaklega fyrir jólatónleika SÍ 2015 verða nótur ekki tilbúnar til afhendingar fyrr en um miðjan ágústmánuð. Hægt er að sækja um þátttöku í áheyrnarprufunum frá og með miðvikudeginum 20. maí nk.

Áhugasamir sendi póst á hjordis@sinfonia.is og tilgreini nafn, aldur, netfang, símanúmer og námsferil í tónlistarnámi.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 7. október 2015.

Nánari upplýsingar veitir Hjördís Ástráðsdóttir í síma 545 2504/898 8934 eða á netfangið hjordis@sinfonia.is.