EN

4. júní 2015

Endurnýjun og sala nýrra áskrifta 2015/16

Bæklingur nýs starfsárs berst áskrifendum 10. júní

Það kennir ýmissa grasa í dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2015/16 þar sem fjölbreytni og gæði eru höfð að leiðarljósi. Þannig vill hljómsveitin halda áfram að vaxa og sinna um leið meginhlutverki sínu – að skapa ógleymanlega listræna upplifun. 

Nýr bæklingur og endurnýjun

Áskrifendum berst bæklingur nýs starfsárs miðvikudaginn 10. júní og um leið hefst endurnýjun áskrifta og Regnbogakorta. Áskrifendur eru hvattir til að endurnýja fyrir sumarfrí. Hægt er að endurnýja áskriftir beint á vef Sinfóníunnar og í miðasölu Hörpu, í síma 528-5050.

Bætt þjónusta við nýja áskrifendur

Sala nýrra áskrifta hefur aldrei hafist svona snemma og hafa góð sæti í Eldborg verið tekin frá fyrir nýja áskrifendur. Hvort sem tónleikagestir kjósa sér sérstaka röð eða að velja dagskrá í Regnbogakort, geta nýjr áskrifendur tryggt sér öruggt sæti frá og með 10. júní. 

Endurnýja Bæklingur 2015/16