EN

24. ágúst 2015

Húsfyllir á Menningarnótt

Á Menningarnótt í Reykjavík 22. ágúst bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum á tvenna tónleika í Eldborg. Fyrst var boðið upp á barnatónleika með tónlistarævintýrinu um Tobba túbu þar sem trúðurinn Barbara kynnti og einleikari á túbu var Nimrod Ron.

Á síðari tónleikunum var sannkallað uppistand hjá Sinfóníunni þegar Ari Eldjárn steig  á svið með hljómsveitinni og fór á kostum. Fullt var út úr dyrum þakkar Sinfónían öllum sem komu í heimsókn á Menningarnótt fyrir komuna og hlakka til að sjá sem flesta fljótt aftur.