11. desember 2002
Harry Potter hittir jólasveininn um helgina
Hinir sívinsælu jólatónleikar fjölskyldunnar verða haldnir þann 14. desember og þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar eftir. Efnisskráin samanstendur af músík sem kemur öllum í besta jólaskap. Nemendur úir Allegro-Suzuki skólanum æfðu í morgun með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar tónlistarmenn framtíðarinnar stigu á sviðið enda ekki á hverjum degi sem ungum og upprennandi fiðluleikurum gefst kostur á að spila á sviði Háskólabíós með heilli sinfóníuhljómsveit.