EN

12. desember 2002

Efnisskrá jólatónleika

Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Kórstjóri: Jón Stefánsson Einleikarar: Nemendur úr Allegro/Suzuki skólanum undir stjórn Lilju Hjaltadóttur Kór: Graduale Nobili Kynnir, sögumaður ofl: Atli Rafn Sigurðarson LeRoy Anderson: Jólaforleikur Ruth Watson Henderson: Vetrarminni úr Raddir jarðar, Graduale nobili ljóð Archibald Lampman Vivaldi: Konsert í a-moll, 1.þáttur, Nemendur Allegro/Suzuki skólans Tchaikovsky: Snjókornavalsinn, Graduale Nobilie John Williams: Tónlist úr kvikmyndinni Harry Potter og Viskusteinninn HLÉ LeRoy Anderson: Sleðaferð Tólf dagar jóla, útsetning: Graduale Nobili Ruth Watson Henderson, textaþýðing: Hinrik Bjarnason Vivaldi: Konsert í g-moll, 2. þáttur, Sindri Már Stephensen Óvænt uppákoma Jón Ásgeirsson: Á jólanótt, Graduale nobili Heims um ból, fjöldasöngur Graduale Nobili var stofnaður haustið 2000. Kórinn er skipaður 24 stúlkum á aldrinum 17 ­ 24 ára, völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Gradualekór Langholtskirkju. Allir kórfélagar hafa stundað tónlistarnám og margir stefna á að hafa tónlist að ævistarfi. Kórinn vakti gífurlega athygli strax og voru umsagnir gagnrýnenda eftir fyrstu sjálfstæðu tónleikana svo lofsamlegar að fátítt má telja. Kórinn tók þátt í “Evrópsku æskukórakeppninni” í Kalundborg í Danmörku í apríl 2001 og hreppti þar annað sæti. Kórinn gaf út geisladisk í nóvember s.l. ár sem fékk mjög lofsamlega dóma og var tilnefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Kórinn var einnig tilnefndur til Menningarverðlauna DV.