12. desember 2002
Vefurinn tekur breytingum
Líkt og glöggir menn sjá hefur vefur Sinfóníuhljómsveitarinnar breytt um útlit auk þess sem ýmislegt hefur bæst við hann efnislega. Þannig er nú ein síða vefsins eingöngu helguð efnisskrám líkt og sést á veftrénu hérna vinstra megin á síðunni. Þar verður hægt að lesa sér til um verkin sem leikin eru á tónleikum, flytjendur og hljómsveitarstjóra. Áhugasamir geta einnig tekið þátt í könnunum og skráð sig á póstlista ef þeir vilja fréttir svo eitthvað sé nefnt. Vegna þessara breytinga lá vefurinn niðri fyrr í dag.