EN

18. desember 2002

Glæsimennið Strauss yngri

Hefði getað gifst sautján sinnum Fáir tónlistarmenn höfðu jafn mikil áhrif á samtíma sinn og Johann Strauss yngri (1825-1899). Faðir hans og alnafni Johann Strauss (1804-1849) var einnig þekkt tónskáld og hljómsveitarstjóri í Vínarborg og á tímabili kepptust þeir feðgar um hylli tónleikagesta í Vín eftir að kastast hafði í kekki á milli þeirra. Sagt er að Johan Strauss yngri hafi verið mikið glæsimenni, svipsterkur og ávallt vel til fara, enda gekk hann svo í augun á kvenfólki að hann lofaði sér 17 sinnum í hjónaband á 74 ára ævi sinni þó hann hafi “einungis” kvænst þrisvar.+++ Þeim sem hafa áhuga á að lesa sér meira til lífshlaup þeirra Strauss-feðga er bent á að smella á eftirfarandi slóð: http://www.geocities.com/viennaonline/feature/manuel0301strauss.html