EN

15. september 2015

Nýtt myndband: Daníel Bjarnason

Sinfóníuhljómsveitin frumsýndi í vikunni nýtt myndband sem kynnir Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóra og staðarlistamann Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Myndbandið er það fyrsta af þremur sem gerð verða í vetur og veita innsýn í fjölbreytt starf hljómsveitarinnar.

Daníel Bjarnason gegnir margþættu hlutverki sem staðarlistamaður, bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld, ásamt því að sitja í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar og stýra tónskáldastofu. Framundan eru fjölmörg spennandi verkefni en Daníel mun stjórna hljómsveitinni á fjölda tónleika í vetur og fara með henni í tónleikferð um landið í október þar sem m.a. er flutt verk eftir hann sem ber titilinn Blow Bright.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Cincinnati Symphony Orchestra pöntuðu nýtt verk af Daníel sem frumflutt var í Bandaríkjunum í mars en Sinfóníuhljómsveitin frumflytur verkið á Íslandi á tónleikum í nóvember undir stjórn Daníels.

Myndbandið er unnið af Jónsson og Le‘macks fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands en það var tekið upp vorið 2015 þegar Daníel stjórnaði flutningi á Peter Grimes eftir Benjamin Britten.


Nánar