EN

22. september 2015

Þúsundir skólabarna á tónleikum Sinfóníunnar

Vikan 17. - 26. september er tileinkuð yngstu hlustendum Sinfóníunnar. 7.500 nembendur úr leik-, grunn- og framhaldsskóla heimsækja Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Flestir koma á skólatónleika hljómsveitarinnar 21. og 22. september að hlusta á Ástarsögu úr fjöllunum á þrennum tónleikum og 24. og 25. september á ævintýrið Maxímús heimsækir hljómsveitina á alls fernum tónleikum.

Skólaheimsóknir og framhaldsskólatónleikar

Fimmtudaginn 17. september kom skemmtilegur hópur úr Fossvogsskóla í heimsókn til Sinfóníunnar. Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri tók á móti þeim, leiddi baksviðs í Hörpu og sagði frá því hvernig tónleikar hljómsveitarinnar verða til.

Föstudaginn 18. september komu 900 nemendur Menntaskólans í Reykjavík á morguntónleika í Eldborg þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt Robert Levin einleikara léku 23. píanókonsert W.A. Mozarts í A-Dúr undir stjórn Matthew Halls. Á undan sagði Robert Levin frá Mozart og kosertinum en hann er einn helsti fræðimaður samtímans um Mozart.

Vikunni lýkur með tónleikum Litla tónsprotans laugardaginn 26. september þar sem ævintýrið Maxímús heimsækir hljómsveitina verður flutt á ný eftir nokkra bið.

Ástarsaga úr fjöllunum og Maxímús heimsækir hljómsveitina

Þeir leik- og grunnskólar sem sóttu skólatónleika og hlýddu á Ástarsögu úr fjöllunum, tónlist Guðna Franzsonar við sögu Guðrúnar Helgadóttir og Brian Pilkington og Maxímús heimsækir hljómsveitina eftir Hallfríði Ólafsdóttur voru: 

Akrar, Arnarberg, Arnarsmári, Askja Hjallastefnan, Austurbæjarskóli, Austurkór, Álfaberg, Álfaheiði, Álfatún, Álfhóll, Álftaborg, Árborg, Ártúnsskóli, Áslandsskóli, Bakkaberg, Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík, Baugakór, Bjartahlíð, Borg, Brákarborg, Breiðholtsskóli, Brekkuborg, Brúarskóli, Bæjarból, Dalskóli, Dalur, Drafnarsteinn, Efstihjalli, Engjaborg, Fagrabrekka, Fellaskóli, Fífuborg, Fífusalir, Flataskóli, Foldaskóli, Furugrund/, Furuskógur, Garðaborg, Grandaborg, Grandaskóli, Grænaborg, Grænatún, Gullborg, Hagaborg, Hamrar, Háaleitisskóli - Hvassaleiti, Hálsaskógur, Hlíð, Hlíðarberg, Hlíðarendi, Hof, Hofsstaðaskólinn, Holt, Holtakot heilsuleikskóli, Hóll, Hraunborg, Hraunvallaskóli, Hulduheimar, Húsaskóli, Hörðuvallaskóli, Ingunnarskóli, Ísaksskóli, Jöklaborg, Jörfi, Kirkjuból, Klambrar, Klettaborg, Klettaskóli, Kópahvoll, Kvistaborg, Landakotsskóli, Langholt, Langholtsskóli, Laufásborg, Laufskálar, Laugarnesskóli, Laugasól, Lágafellsskóli - Höfðaberg, Leirvogstunguskóli, Lundaból, Lyngheimar, Lækjarbotnar, Lækur, Marbakki, Maríuborg, Melaskóli, Miðborg, Mýri, Norðurberg, Nóaborg, Núpur, Ós, Rauðaborg, Rauðhóll, Reykjakot, Rjúpnahæð, Rofaborg, Rofaborg, Selásskóli, Seljaborg, Seljakot, Sjáland, Skerjagarður, Smáraskóli, Sólstafir, Sólstafir:Grundarstíg, Stakkaborg, Steinahlíð, Stekkjarás, Stóru-Vogaskóli, Suðurhlíðaskóli, Suðurvellir, Sunnuás, Sunnufold við Frosta, Sunnufold, Logi, Sæborg, Tjarnarborg, Tjörn/Öldukot, Vatnsendaskóli, Vesturborg, Vesturkot, Vinagarður, Vinaminni, VíðistaðaskóliVættaskóli/Borgir, Waldorfskólinn Lækjarbotnum, Ægisborg, Öldutúnsskóli og Ösp.

Fræðslustjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hjördís Ástráðsdóttir, hefur veg og vanda af skipulagningu skólatónleika- og heimsókna og veitir allar nánari upplýsingar.