EN

23. desember 2002

VÍNARTÓNLEIKARNIR NÁLGAST

Þá styttist í það sem mörgum finnst vera hápunktur starfsársins hjá Sinfóníuhljómsveitinni, sjálfa Vínartónleikana. Það verður hinn góðkunni hljómsveitarstjóri Peter Guth sem gerir tónlist þeirra Strauss-feðga og fleiri Vínartónskálda góð skil. Garðar Thor Cortes, tenór, mun syngja með Sinfóníuhljómsveitinni og hin spánska Lucaro Tena slá kastanettur. Enn eru lausir miðar á tónleikana og aðdáendur hinna hrífandi vínarvalsa hvattir til þess að festa sér miðana hið fyrsta – því það er lítið gaman af því að vera of seinn og missa af herlegheitunum. Dagskráin er glæsileg sem endranær eins og sjá má: Dagskrá Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands janúar 2003 Johann Strauss, sonur (1825-1899) Forleikur að “Sígaunabaróninum” ”Úti í náttúrunni”úr “Gleðistríðið” Garðar Thór Cortes Spánskur dans, balletttónlist úr “Leðurblökunni” Lucero Tena Keisaravalsar op. 437 Johann Strauss, faðir (1804-1849) Kampavínsgalopp op. 8 Cachucha-galopp op. 97 Lucero Tena Johann Strauss, sonur Dónárvalsar op. 314 Emmerich Kálmán (1882-1953) Í minningu 50 ára dánarafmælis hans “Fagnaðu mér Vín” úr “Marizu greifafrú” Garðar Thór Cortes Pablo de Sarasate (1844-1908) Aires Bohemios (Sígaunaljóð), lokakafli, úts. Jose M. Franco Lucero Tena - - - - - - Hlé - - - - - - Johann Strauss, sonur Spánskur mars op. 433 Lucero Tena Franz Lehár (1870-1948) “Þú átt hjarta mitt allt”, úr “Brosandi land” Garðar Thór Cortes Josef Strauss (1827-1870) Brennandi ást, hægur polki op. 129 Viðskiptavalsar op. 184 Á fleygiferð, hraður polki op. 230 Emmerich Kálmán “Komdu Zigány”, Ljóð Tassiolo úr “Marizu greifafrú” Garðar Thór Cortes Jerónimo Giménez (1854-1923) La Boda de Luis Alonso Lucero Tena