EN

9. janúar 2003

Fundur Vinafélagsins fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum verður að fella niður umræðufundinn með Peter Guth sem vera áttu fyrir tónleikana á morgun, 9. janúar 2003. Vinafélagið biðst velvirðingar á þessari dagskrárbreytingu. Næst á dagskrá er fundur fyrir tónleika 13. febrúar (í gulu röðinni) með Þorkeli Sigurbjörnssyni. Á efnisskránni er verkið Gangur eftir Þorkel, en einnig Þríleikskonsert Beethovens og fyrsta sinfónía Mahlers. Send verður út tilkynning með góðum fyrirvara. Dagskrá Vinafélagsins er að finna á þessari síðu: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=2052