EN

10. janúar 2003

Töfrastund á eftirminnilegum Vínartónleikum

Það var stórkostlegt andrúmsloft á Vínartónleikunum í gærkvöldi og áhorfendur voru ekki á því að sleppa þríeykinu, þeim Peter Guth, Garðari Thór og Lucero Tena af sviði, hylltu þau lengi vel og risu úr sætum þegar þau gengu einn “sigurhring” í lok tónleikanna undir Radetzky-marsinum sem Sinfóníuhljómsveitin lék af sama öryggi og gleði og allt annað sem var á efnisskrá kvöldsins. Peter Guth var konungur í ríki sínu og þau Garðar Thór og Tena komu, sáu og sigruðu - einfaldlega. Fyrr í vikunni fóru síðustu miðarnir á tónleika kvöldsins og því er orðið uppselt á tónleikana tvo sem eftir eru.Þeir er misstu af miðum á tónleikana geta verið forsjálir og tryggt sér miða á Vínartónleikana 2004 sem einnig verða haldnir í Háskólabíói dagana 7. 8. 9. og 10 janúar.+++ Umgjörð tónleikanna hefur mælst vel fyrir hjá tónleikagestum. Undir svífandi völsum mátti sjá fallegar myndskreytingar á tjaldi og í anddyri hússins var gestum mætt með smekklegum skreytingum. Utan á húsið var merki Sinfóníuhljómsveitarinnar varpað með ljóskastara sem skipti litum. Sjón er sögu ríkari. Það eru starfsmenn Sagafilm sem bera hitann og þungan af öllu saman og eiga þeir hrós skilið fyrir vel unnin störf.