EN

10. janúar 2003

Háskólabíó frekar en Laugardalshöll?

Hér á síðu Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur til skamms tíma verið spurt að því hvort tónleikagestir vilji að Vínartónleikarnir séu haldnir í Háskólabíói eða í Laugardalshöll. Niðurstöðurnar eru svo sem ekki vísindalegar en þó gefa svör þeirra rúmlega eitthundrað sem þegar hafa gert upp hug sinn ákveðnar vísbendingar um hver er almennur vilji tónleikagesta. Líkt og okkur hjá Sinfóníuhljómsveitinni hefur lengi grunað þá virðist almenn ánægja með það að tónleikarnir séu komnir aftum “heim” en tæplega 80% þeirra sem svara velja Háskólabíó. Það er vonandi að sá dagur nálgist að áhugafólk um klassíska tónlist þurfi ekki að gera upp við sig hvort það vilji fara á tónleika í íþróttahöll eða bíóhúsi - það fer einfaldlega í sitt tónlistarhús... en hvenær?