13. janúar 2003
Tryggingasölumaðurinn sem samdi tónlist
Á næstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, fimmtudaginn 16. janúar, er sinfónía Charles Ives; New England Holiday Symphony, á efnisskránni. Tónlistin er fyrir margra hluta sakir merkileg, þar ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum. Verkið er innblásið af minningum Ives frá barnæsku, hátíðsdögunum þegar fólk safnaðist saman í borgum og bæjum, í hverju horni mátti heyra tónlist, viðkvæm strengjasveit drukknaði augnablik þegar hávær lúðrasveitin gekk spilandi framhjá, kórar sungu, fólkið raulaði þjóðlög og dægurlög og úr varð stórkostleg blanda sem heillaði hinn unga Ives upp úr skónum. +++ Eitt er víst að Charles Ives gaf lítið fyrir hugmyndina um hinn kvalda, fátæka listamann og gat aldrei hugsað sér að helga líf sitt tónlistarsköpun eingöngu. Hann starfaði af fullum krafti sem tryggingasölumaður á daginn og var meira að segja brautryðjandi í því sviði, skrifaði lítið rit sem síðar var gefið út í bæklingaformi (The Amount to Carry--Measuring the Prospect.") sem enn í dag stendur fyrir sínu sem grundvallarhugmyndafræði í þessu fagi. Dugnaður Ives í sölumennskunni gerði honum kleift að setjast í helgan stein með digra sjóði á bankareikningi sínum. Haft var eftir honum að han n vildi ekki sjá börnin sín svelta vegna áhugamála sinna – þess þurftu þau heldur aldrei. Charles Ives smitaðist ungur af tónlistaráhuga, ekki síst vegna föður síns, George Ives, sem kom víða við sem hljómsveitarstjóri. Aðeins átta ára gamall lék Charles Ives á trommur í einni af hljómsveitum föður síns og 14 ára að aldri varð hann fastráðinn organisti við Second Congregational kirkjuna í fæðingarbæ sínum Danbury. Eiginkona hans, Harmony (já, hún hét Harmony) studdi eiginmann sinn með ráðum og dáð og skildi þörf hans til að semja tónlist. Skömmu fyrir giftingu þeirra skrifaði hún honum bréf þar sem hún skilgreindi eðli sambands þeirra: Bréfið fær að fljóta með á frummálinu, viðkvæmar sálir eru varaðar við textanum, hann inniheldur mikla væmni: I think, as you say, that living our lives for each other & for those with whom we come in contact generously & with sympathy & compassion & love, is the best & most beautiful way of expressing our love...but to put it too in concrete form of music or words would be a wonderful happiness, wouldn't it? I think you will & that will be doing it for both of us, my darling... Ives lét sér ekki aðeins duga að semja tónlist og selja tryggingar heldur var hann einnig liðtækur penni og eftir hann liggur fjöldi greina og ritgerða. Undir þessum tveimur tivitnunum eru nokkrar slóðir á síður þar sem lesa má meira um Charles Ives: "The possibilities of percussion sounds, I believe, have never been fully realized" (Memos 124-25). "One thing I am certain of is that, if I have done anything good in music, it was, first, because of my father, and second, because of my wife" (Memos 114). http://www.musicweb.uk.net/Ives/04_Biography.htm http://basicmusic.net/MusicianDisplay.php/musn/26 http://www.housatonic.org/ives.html http://cwx.prenhall.com/bookbind/pubbooks/masterworks/medialib/composers/ives_profile.html