EN

23. nóvember 2015

Einleikarar á Jólatónleikum Sinfóníunnar

Á Jólatónleikum Sinfóníunnar 12. og 13. desember hljómar ný útsetning Hrafnkels Orra Egilssonar á lagi Ingibjargar Þorbergs, Hin fyrstu jól, fyrir sinfóníuhljómsveit, klarínett og selló. Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsti eftir ungum tónlistarnemum til að leika einleik með hljómsveitinni í laginu og voru áheyrnarprufur haldnar í október og nóvember.

Pétur Orri Arnarsson, klarínettuleikari og Laufey Lín Jónsdóttir, sellóleikari, urðu hlutskörpust í áheyrnarprufunum. Laufey Lín er nemandi Sigurgeirs Agnarssonar og Pétur Orri er nemandi Sigurðar Ingva Snorrasonar.

Dómnefnd var skipuð: Einari Jóhannessyni, klarínettuleikara, Gunnari Kvaran, sellóleikara og Hjördísi Ástráðsdóttur, fræðslustjóra.

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar sigurvegurunum, kennurum þeirra og fjölskyldum innilega til hamingju.

Nánar um tónleikana