EN

14. janúar 2003

Frumflutningur á verki Hauks Tómassonar

Á tónleikunum 16. janúar verður frumfluttur flautukonsert eftir Hauk Tómasson. Konsertinn samdi hann sérstaklega fyrir Sharon Bezaly, flautuleikara frá ísreal sem kom til landsins í gær og æfir nú með Sinfóníhljómsveitinni í Háskólabíói. Hugmyndin að þessu samstarfi kom frá útgáfufyrirtækinu BIS en meiningin er að hljóðrita flautukonserts Hauks í sumar fyrir væntanlega útgáfu. Sharon Bezaly hefur hlotið mikið lof fyrir ýmsar hljóðritanir fyrir BIS. Nú síðast "Aperitif" (nóvember 2002) þar sem hún leikur meðal annars flautukonserta eftir Charles Gounod, François Devienne, Camille Saint-Saëns og Gabriel Fauré.