17. janúar 2003
Frestun á flutningi War Requiem
Af ófyrirsjánlegum ástæðum hefur tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í rauðri áskriftarröð, sem fyrirhugaðir voru þá 25. og 26. apríl næstkomandi verið frestað til 9. og 10. maí. Ekki reyndist mögulegt að flytja verkið, War Requiem eftir Benjamin Britten, á þessum tíma sökum anna ýmissa þeirra er koma að flutningnum. Í verkinu, sem fjallar um skelfingar seinni heimstyrjaldarinnar gerir höfundurinn þá kröfu að söngvararnir þrír séu rússneskur sópran, enskur tenór og þýskur baritón. Segja má að hin nýja dagsetning sé sérstaklega viðeigandi því á þessum degi fyrir 58 árum síðan komst loks friður á í Evrópu eftir 6 ára stríðasátök. Við vonum að þetta valdi ekki óþægindum hjá áskrifendum okkar og öðrum er hafa fest sér miða á tónleikana.