EN

11. desember 2015

Jólarúta SÍ á ferð um höfuðborgarsvæðið

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í sannkölluðu í sannkölluðu hátíðarskapi. Hljómsveitin bregður undir sig betri fætinum og heldur í rútuferð um höfuðborgarsvæðið þriðjudaginn 15. desember og miðvikudaginn 16. desember.

Á fernum tónleikum víðs vegar um bæ mun Sinfóníuhljómsveitin leika jólalög sem allir ættu að þekkja en mörg þeirra er einmitt að finna á nýjum hljómdiski hjómsveitarinnar, Jólalög.

Þriðjudaginn 15. desember leikur hljómsveitin í Kringlunni kl. 16 en þar á undan heimsækir hún íbúa og gesti á Hrafnistu í Reykjavík.

Miðvikudaginn 16. desember heimsækir hljómsveitin Rauða krossinn í íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði og leikur fyrir alla sem vilja koma kl. 10:00. Kl. 12 sama dag leikur hljómsveitin fyrir hádegisgesti í IKEA við Kauptún.