24. janúar 2003
Baldr valin klassísk plata ársins á ÍTV
Upptaka Sinfóníuhljómsveitar Íslands á verki Jóns Leifs, Baldr, var valinn plata ársins í flokkinum klassískar plötur við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Félagar í Sinfóníhljómsveitinni voru nýbúnir hneigja sig á sviðinu í Háskólabíói og gátu því fylgst með í sjónvarpi þegar Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd hljómsveitarinnar. Skemmst er að minnast frábærrar gagnrýni sem platan fékk í BBC- Music magazine, einfaldlega fullt hús stiga. Sannarlega rós í hnappagat Sinfóníuhljómsveitarinnar og hvatning til að halda áfram á sömu braut.