30. janúar 2003
Fjögur ungmenni þreyta einleikarapróf í kvöld
Á tónleikum í Háskólabíói í kvöld munu þrír nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og einn úr Listaháskóla Íslands þreyta einkeikarapróf við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þetta eru þau Matthías Birgir Nardeau, Ella Vala Ármannsdóttir og Vilhjálmur Ingi Sigurðasson úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og Elfa Rún Kristinsdóttir úr Listaháskólanum. Miðaverð er aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Ástæða er til þess að hvetja sem flesta að sjá og heyra þessa efnilegu tónlistamenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að nálgast miða á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar. +++ Efnisskrá Wolfgang Amadeus Mozart Konsert í C-dúr KV 314 fyrir óbó og hljómsveit Allegro aperto Adagio non troppo Rondo. Allegro Eineikari: Matthías Birgir Nardeau, óbó Reinhold Gliére KOnsert í B-dúr op. 91 fyrir horn og hljómsveit Allegro, kadensa Hermann Baumann Andante Moderato Eineikari: Ella Vala Ármannsdóttir, horn HLÉ Joseph Haydn Konsert í Es-dúr fyrir trompet og hljómsveit Allegro Andante Finale. Allegro Eineikari: Vilhjálmur Ingi Sigurðasson, trompet Pjotr Tsjakovskíj Konsert í D-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit Allgro moderato - Moderato assai Canzonetta: Andante Finale: Allegro vivacissimo Eineikari: Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla