EN

4. febrúar 2003

Myrkir músíkdagar hjá Sinfóníuhljómsveitinni

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstkomandi fimmtudag eru liður í tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands: Myrkum músíkdögum. 23 ár eru síðan hátíðinni var hleypt af stokkunum en hún hefur alla tíð verið vettvangur nýrrar íslenskrar tónlistar, fyrst og fremst. +++ Fjögur ný verk eftir þá Atla Ingólfsson, Hróðmar I, Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson og Jónas Tómasson eru á efnisskránni. Efnisskránna er hægt að sjá með því að smella á myndina. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson Einleikari er Ásgeir Hermann Steingrímsson Tónleikarnir hefjast kl. 19.30.