EN

10. febrúar 2003

Þrír einleikarar stilla saman strengi

Þau Bryndís Halla Gylfadóttir, Stefán Vovka Ashkenazy og Judith Ingólfsson mynda einkeikaratríó í Þríleikskonsert Beethovens á næstu tónleikum hljómsveitarinnar, fimmtudaginn 13. febrúar. Sannkallað stórskotalið frábærra tónlistarmanna sem eiga vafalítið eftir að gera kvöldið eftirminnilegt ásamt Sinfóníuhljómsveitinni. Einnig eru á dagskrá þetta kvöld verkið Gangur eftir Þorkel Sigurbjörnsson og sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. Efnisskránna má sjá hér í heild sinni: /default.asp?page_id=2207