11. febrúar 2003
Þorkell á samverustund Vinafélagsins
Í tilefni þess að verk Þorkels Sigurbjörnssonar, Gangur, verður flutt á tónleikum Sí á fimmtudaginn, efnir Vinafélagið til samverustundar með höfundinum í Sunnusal, Hótels Sögu sama dag kl. 18.00. Þorkell mun segja frá verkinu og svara spurningum gesta um hvaðeina er því viðkemur. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi og kostar það félagsmenn litlar 1000 krónur. Þetta er í annað sinn sem Vinafélagið +++ stendur fyrir samverustund fyrir tónleika en sú fyrri sem haldin var í október þóttist takast sérstaklega vel. Þar lýsti Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari, undirbúningi einleikarans. Því ekki að taka sér frí frá matargerðinni einu sinni og gera meira úr tónleikakvöldinu í góðum félagsskap? Áhugasamir geta skráð sig á sinfonia@sinfonia.is eða hringt í síma 545 2500 og látið vita. Dagskrá Vinafélagsins á þessu starfsári er hægt að skoða með því að smella á slóðina hér fyrir aftan: /default.asp?page_id=2052