EN

17. febrúar 2003

Baldur Brönnimann í stað Gilbert Varga

Hljómsveitarstjórinn Gilbert Varga sem stýra átti hljómsveitinni á næstu tónleikum hefur því miður boðað forföll. Varga lagðist í flensu og treysti sér ekki í verkefnið. Í hans stað er kominn Svisslendingurinn með íslenska nafnið, Baldur Brönnimann. Foreldrar hans hafa alla tíð heillast af norrænni goðafræði og sveinninn því skírður í höfuðið á syni Óðins og Friggjar. Baldur er búsettur í Englandi +++ og hefur starfað með fjölda þekktra hljómsveita. Á tónleikunum á fimmtudaginn mun Sigrún Eðvaldsdóttir leika fiðlukonsert eftir Samuel Barber en auk þess eru á efnisskráqnni La Valse og Ma mère l’oye (Gæsamamma) eftir Maurice Ravel og Le Rouet d’Omphale eftir Camille Saint-Saëns. Efnisskrána má sjá í heild sinni ef smellt er á þessa slóð:/default.asp?page_id=2223