25. febrúar 2003
160 manna sameinaður kór úr Hamrahlíð
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 27. febrúar (næsta fimmtudag) verður fjölmennt á sviði Háskólabíós. Hamrahlíðarkórarnir sem telja munu 160 félaga þetta kvöld taka þátt í flutningi á verki Arvo Pärt, Cecilia, vergine romana sem fjallar um hina rómverska jómfrú Cecilia, Sesselja upp á íslensku. Hún er ein af vinsælustu dýrlingum rómversk-katólsku kirkjunnar og hefur reyndar heillað fleiri en kaþólska í hlutverki sínu sem verndardýrlingur tónlistarinnar.+++ Kór Menntaskólans við Hamrahlíð var stofnaður árið 1967, en Hamrahlíðarkórinn fimmtán árum síðar. Síðarnefndi kórinn er skipaður söngfólki sem áður hefur sungið með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur frá upphafi stjórnað báðum kórunum sem kenna sig við Hamrahlíð. Að þessu sinni hafa kórarnir fengið til liðs við sig gamla félaga og eru söngvararnir um 160 talsins. Kynslóðabilið er brúað með söng, því í kórnum er að finna foreldra nokkurra af núverandi félögum kórsins.