EN

3. mars 2003

3000 leikskólabörn heimsækja hljómsveitina

Þessa vikuna fær Sinfóníuhljómsveitin góða gesti. Hátt í 3000 leikskólabörn af höfuðborgarsvæðinu hlýða á hljómsveitina og Stefán Karl Stefánsson flytja ævintýrið um Pétur og Úlfinn sem hefur heillað stóra sem smáa frá því að verkið var samið 1936. Fyrstu tónleikarnir af sjö voru í morgun og hinir lágvöxnu gestir skemmtu sér vel, fylgdust grannt með og þurftu eðlilega að leggja sitthvað til málanna. Við látum nokkrar myndir sem vonandi hafa fangað andrúmsloftið fylgja með. Takk fyrir komuna krakkar! +++