10. mars 2003
Hallfríður og flauturnar fjórar
Hallfríður Ólafsdóttir leikur Konsert fyrir flautur eftir Einojuhani Rautavaara, á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands fimmtudagin 13. mars kl. 19.30. Verkið sem höfundur hefur kallað Dansar með vindunum er sérstakt vegna þess að einleikarinn leikur ekki aðeins á eina flautu heldur fjórar. Á efnisskrá tónleikanna eru einnig verk eftir Grieg og Schumann +++ Hallfríður hefur sjálfsagt bætt núverandi hraðamet í samsetningu og frágangi á fjórum flautum. Hallfríður hefur haft góðan félagsskap við undirbúning sinn. Um leið og fyrstu tónar flautanna fara að hljóma um hverfið setjast tónelskir fuglar í trén fyrir utan og taka undir. Þess má geta að Hallfríður heimsótti Rautavaara í Finnlandi síðastliðið sumar og fór vel með á þeim. Hallfríður lék konsertinn fyrir höfundinn og segir það hafa verið mjög skemmtilega stund.