EN

24. mars 2003

Rumon Gamba kominn til að stjórna

3. sinfónía Tsjajkovskíjs fær nú að hljóma í fyrsta sinn í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum fimmtudaginn 27. mars. Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, er mættur til að stýra skútunni þessa vikuna og Peter Maté fær það skemmtilega verkefni að túlka píanókonsert nr. 3 eftir Bartók. +++ Efnisskrána má sjá í heild sinni á þessari slóð:/default.asp?page_id=2255 Bela Bartók var við dauðans dyr þegar hann samdi 3. píanókonsertinn og tileinkaði hann eiginkonu sinni. Margir fullyrða að hann sé besti píanókonsert 20. aldarinnar. Jón Nordal samdi Stilkur árið 1970 og fær verkið að hljóma í annað sinn í flutningi SÍ. Tsjajkovskíj var einn fárra snillinga sem hafði systurnar báðar; sinfóníuna og óperuna, fyllilega á valdi sínu. Hér hljómar 3. Sinfónía hans fyrsta sinni í flutningi SÍ. Sifónían er í fimm þáttum og sú eina af sinfóníum Tsjajkovskís sem víkur frá hinu hefðbundna fjórþátta formi. Enn er hægt að fá miða á tónleikana en áhugasamir hvattir til þess að draga það ekki of lengi að taka ákvörðun. Tónleikar í Háskólabíói, fimmtudaginn 27. mars, kl. 19.30. Jón Nordal: stiklur Bela Bartók: Píanókonsert nr. 3 Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 3 Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Peter Maté