2. apríl 2003
Sinfóníuhljómsveitin í hæstu hæðum
Nú geta farþegar Icelandair stytt sér stundir um borð í vélum félagsins með því að hlusta á valdar upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá undanförnum árum. Samningur á milli Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Icelandair+++ og fyrirtækisins Inflight Audio var undirritaður í dag. Fyrirtækið Inflight Audio hefur séð um tónlist um borð í vélum Icelandair í mörg ár en hefur alls á sínum snærum um 70 af stærstu flugfélögum heimsins. Damian Fannin, eigandi Inflight Audio sagði í gær að hann stefndi á að koma tónlist Sinfóníuhljómsveitarinnar á framfæri til fleiri flugfélaga sem fyrst. +++Það var glatt á hjalla í Háskólabíói þegar Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, Sigurður Helgason forstjóri Icelandair og Damien Fannin eigandi Inflight Audio undirrituðu samninginn. Málmblásarkvintett nokkurra félaga úr Sinfóníuhljómsveitinni blés í lúðra af þessu tilefni og var andrúmsloftið tilkomumikið og gleðilegt. Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari SÍ, afhenti Sigurði Helgasyni fyrstu geisladiskana við þetta tækifæri. Samkomulagið tekur gildi þann 1. maí næstkomandi og gildir til eins árs í senn.