EN

7. apríl 2003

Liping Zhang og óperuperlurnar

Fjölmargar af helstu perlum óperubókmenntanna voru fluttar á tónleikum SÍ 10. og 11. apríl síðastliðinn. Það var söngkonan Liping Zhang sem heillaði áheyrendur upp úr skónum með fjölbreyttum stílbrigðum sínum. Í dómi sínum um tónleikana sagði Ríkarður Örn Pálsson meðal annars: "Síðust á dagskrá var aría Madömu Butterfly, Un bel di vedremo, og lét sú draumsýn japönsku geisjunnar Cho Cho san, sem átti eftir að reynast átakanleg tálsýn, engan ósnortinn í meistaralegri túlkun söngkonunnar við afburðasamhentan meðleik SÍ undir fagmennskulega fylginni stjórn Davids Gimenés." +++ Liping Zhang hefur unnið fjölmargar söngkeppnir bæði í Evrópu og Kanada, komið fram í mörgum helstu óperuhúsum um víða veröld og vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína hlutverkum Luciu í La Traviata, Liu í Turandot, Micaela í Carmen og Leila í Perluköfurunum svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1998 vakti hún mikla hrifningu þegar hún kom fram í fyrsta sinn í Albert hall í Lundúnum í hlutverki Madam Butterfly og höfðu gagnrýnendur m.a. á orði að þeir hefðu sjaldan eða aldrei verið jafn snortnir og af söng hennar og hefði vart fundist þurr hvarmur í salnum í lok óperunnar. Efnisskrá tónleikanna má sjá hérna!