5. maí 2003
Sinfóníuhljómsveitin leikur tónlist ABBA
Thank you for the music er söngskemmtun á heimsmælikvarða sem sett verður upp í Laugardalshöll 16. og 17. maí. Það er hljómsveitarstjórinn Martin Yates sem hefur veg og vanda af uppsetningunni en hann stýrði einnig hinum eftirminnilegu tónleikum+++ It's a kind of magic þar sem lög hljómsveitarinnar Queen vor sett í nýjan búning. Líkt og nafnið gefur til kenna er hér um að ræða safn allra helstu laga ABBA-flokksins sáluga sem á örfáum árum tók heiminn með trompi. hver man ekki eftir lögum eins Money money money, Waterloo og Dancing Queen svo eitthvað sé nefnt. Nýafstaðin frumsýning í "Abbalandi" þótti takast vonum framar og nú er landinn annar í röðinn að berja herlegheitin augum og eyrum. Miðaverð á tónleikana er 3500 kr í sæti og 3000 kr. í stúku! Föstudaginn 16. maí kl. 19.30 Laugardaginn 17. maí. kl. 17.00 Rythmasveitin sem leikur með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikunum er skipuð einvalaliði: Jón Ólafsson, píanó Gunnlaugur Briem, trommur Guðmundur Pétursson, gítar Roland Hartwell, gítar Richard Korn, bassi Þeir eru fjölhæfir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar en eins og sjá má færa okkar menn, Roland og Richard, sig úr stað á þessum tónleikum. Richard handleikur öllu jöfnu kontrabassann en tekur upp rafmagnsbassann að þessu sinni og Roland sem leikur á fiðlu með Sinfóníuhljómsveitinni sýnir að honum er fleira til lista lagt.