EN

7. maí 2003

Laugardagstónleikar falla niður

Af óviðráðanlegum ástæðum falla tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands laugardaginn 10. maí, á War Requiem eftir Benjamin Britten, niður. Enn eru fáein sæti laus á föstudagstónleikana og áhugasamir hvattir til þess að draga það ekki að festa sér miða. Vladimir Ashkenazy talaði tæpitungulaust á blaðamannafundi Jarðýtynefndar Sinfóníuhljómsveitar Íslands mánudaginn 5. maí þar sem yfirskriftin var Tónlistarhús í Reykjavík. "Ég get ekki stýrt hljómsveitinni úr kirkjugarðinum" sagði hann+++ meðal annars og lýsa þessi orð kannski vonbrigðum flestra er látið sig málið varða með þær sífelldu seinkanir sem hafa einkennt ferlið. Á morgun fimmtudag heimsækja fulltrúar sjórnmálaflokkanna starfsfólk Sinfóníuhljómsveitarinnar og verður fróðlegt að heyra þeirra viðhorf til málsins. Ljóst er að margar spurningar brenna á hljóðfæraleikurum og öðru starfsfólki Sinfóníuhljómsveitarinnar.