EN

15. maí 2003

Aðalfundur Vinafélagsins haldinn 22. maí

Fimmtudaginn 22. maí kl. 18.00 verður aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands haldinn í Sunnusal Hótel Sögu. Síðar um kvöldið flytur Sinfóníuhljómsveitin dagskrá helgaða tónlist Richards Wagner +++og einsöngvari á þeim tónleikum er Magnea Tómasdóttir.. Það er vonandi að sem flestir komi og láti sig málefni Vinafélagsins varða sem á nú að baki sitt fyrsta heila starfsár og ætlar sér stóra hluti á komandi árum. Eftir tónleikana er félögum í Vinafélaginu boðið í fagnað með Sinfóníuhljómsveitinni sem verður í matsalnum í Tæknigarði (sem er handan við bílastæðið fyrir aftan Háskólabíói). Dagskrá aðalfundarins 1) Skýrsla og reikningar stjórnar fyrir liðið starfsár. 2) Umræður um skýrslu og reikninga. 3) Lagabreytingar. 4) Kosning stjórnar fyrir komandi starfsár. 5) Kosning tveggja skoðunarmanna. 6. Ákvörðun árgjalds. 7) Önnur mál. Dagskrá Vinafélagsins fyrir næsta ár verður kynnt rækilega í tónleikaskránni sem verður send öllum í sumar. Við vonum að við sjáum sem flesta á aðalfundinum – á Wagnertónleikunum og fagnaðinum á eftir tónleikunum. Með vorkveðjum Stjórn Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands