20. maí 2003
Magnea Tómasdóttir syngur aríur Wagners
Magnea Tómasdóttir mun syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á fimmtudagskvöldið. Á efnisskránni eru aríur úr þremur af þekktari óperum Richards Wagner og Wesendonck Lieder. Tónleikarnir eru lokatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári en þó ber að geta þess að hljómsveitin mun leika undir á tónleikum sem haldnir verða undir merkjum Kirkjulistahátíðar þann 30. maí næstkomandi. Magnea Tómasdóttir sópran hóf söngnám +++hjá Unni Jensdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Á árunum 1993-96 stundaði hún framhaldsnám hjá Hazel Wood í Trinity College of Music í Lundúnum. Frá 1997 - 2000 starfaði Magnea í Óperuhúsinu í Köln. Fyrst í óperu-stúdíói hússins og síðar sem fullgildur meðlimur í söngvarahópi óperunnar. Hlutverk hennar eru meðal annarra: Senta (Hollendigurinn fljúgandi),Geirhildur (Valkyrjurnar), Erste Dame (Töfraflautan), Prinsessan frá Granada (Offenbach: Les Brigands), og Sharon Graham í leikritinu Masterclass eftir Terrance McNally. Einnig hefur Magnea komið fram á fjölmörgun tónleikum og er á efnisskrá hennar meðal annars: Gurre-Lieder(Schönberg),Vier letzte Lieder(Strauss), Sieben frühe Lieder(Berg) og Önnur Sinfónía Mahlers. Í apríl síðastliðinn kom út geisladiskurinn ...allt svo verði til dýrðar þér.... þar sem Magnea og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari flytja íslensk þjóðlög við trúarlega texta í útsetningum Smára Ólasonar