EN

26. maí 2003

Uppselt á tónleika Kiri Te Kanawa í nóvember

Nokkur biðröð hafði myndast snemma í morgun fyrir utan skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er nálgaðist hádegið höfðu allir miðar á tónleikana selst. Rétt er að taka það fram að tónleikarnir tengjast ekki Sinfóníuhljómsveitinni á annan hátt en þann að miðar á tónleikana voru seldir í gegnum skrifstofu hljómsveitarinnar. Sinfóníuhljómsveitin mun ekki leika undir á tónleikunum en Kiri til halds og trausts verður píanóleikari.