EN

27. maí 2003

Glæsilegur lokapunktur í Hallgrímsskirkju

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða föstudaginn 30. maí kl. 20 í Hallgrímskirkju. Þá mun hljómsveitin flytja hina tilkomumiklu óratóríu Elía eftir Mendelssohn á stórtónleikum Kirkjulistahátíðar 2003 ásamt 110 manna Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvurunum Elínu Ósk Óskarsdóttur, Alinu Dubik, Anthony Rolfe Johnson og Andreas Schmidt, sem syngur hið krefjandi titilhlutverk. Vakin skal sérstök athygli á þátttöku hins heimsþekkta breska tenórs Johnsons, sem kemur nú til Íslands í fyrsta sinn. Hann hefur um áratuga skeið verið í fremstu röð söngvara í heiminum eins og ótal hljóðritanir sanna. Sjá nánar um tónleikana!