EN

15. september 2003

Diddú syngur perlur Copland og Bernsteins

Á fimmtudag og föstudag verður söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, í bjarma kastljósanna á sviði Háskólabíós. Efnisskráin samanstendur af verkum Aron Copland og Leonard Bernstein en eins og segir í efnisskránni var einn af stórum draumum þeirra að "...semja bandaríska óperu – verk sem gæti sameinað bestu kosti Broadway-söngleikjanna og hinnar evrópsku óperuhefðar." Diddú er fyrir löngu orðin ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. Nú er tækifærið að heyra hana syngja Somewhere og fleiri ódauðleg meistaraverk við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Miðasalan á netinu er hafin!