EN

22. september 2003

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur tvo konserta

Margir bíða fimmtudagskvöldsins með mikilli óþreyju og kannski ekki síst hinn ungi píanóleikari Víkingur Heiðar Ólafsson sem ósjaldan er nefndur "...sá efnilegasti sem komið hefur fram um árabil". Víkingur var ekki hár í loftinu þegar hann hóf að læra á píanó og í dag stundar hann nám við Julliard-tónlistarskólann í New York. Víkingur mun leika tvo tuttugusta aldar píanókonserta, annan eftir Jón okkar Nordal og þann seinni eftir Sergej Prókofíev. Efnisskrá tónleikanna má skoða hér!