EN

24. september 2003

Tilboð í sérfræðiráðgjöf vegna tónlistarhúss

RÍKISKAUP auglýstu nýlega eftir tilboðum í sérfræðiráðgjöf vegna byggingar tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík, en gert er ráð fyrir að bygging geti hafist seint á árinu 2006. Að sögn Stefáns Hermannssonar sem er framkvæmdastjóri Austurhafnar TR ehf, mun verða gengið út frá því að þessi framkvæmd verði einkaframkvæmd. Morgunblaðið greindi frá þessu. Einnig mátti lesa á vefsíðu RÍKISKAUPA "...að verkefnið í fyrsta áfanga nái til þarfagreiningar og forsagnar, áætlunar um rekstur, forsagnar um stærðir og eiginleika, tæknilegra krafna varðandi hljómburð, hljóðeinangrun og tæknibúnað, aðstoð við forval og útboð, auk eftirlits með endanlegri hönnun."