EN

25. september 2003

Erling Blöndal sat fyrir og spilaði

Eflaust þekkja margir Styttu Ólafar Pálsdóttur myndhöggvara, "Tónlistarmaðurinn" sem hefur staðið á Hagatorgi í rúmlega þrjá áratugi. Það var, sellóleikarinn, Erling Blöndal Bengtsson, sem sat fyrir þegar Ólöf vann styttuna en hann er einmitt væntanlegur til til landsins og mun koma fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands þann 2. október. Að sögn Ólafar fór vinnan við styttuna fram í tvöföldum bílskúr á heimili þeirra hjóna, Ólafar og Sigurðar, í Charlottenlund, á þeim tíma þegar eiginmaður hennar gegndi sendiherrastöðu í Kaupmannahöfn. Ólöf og Erling Blöndal urðu fljótlega ásátt um það að hann myndi spila á meðan hún vann. Ólöf segist sjaldan eða aldrei hafa notið þess eins vel að vinna nokkurt verk - enda ekki öll módel sem geta gefið svo mikið til baka á meðan unnið er og Erling Blöndal Bengtsson og sellóið hans. Ólöf Pálsdóttir var á sínum tíma nemandi í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún fékk gullverðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur við skólann árið 1955 og árið 1986 var hún gerð að heiðursfélaga í The Royal Society of British Sculptors.