EN

7. október 2003

Truls Mørk er einn af þeim allra bestu

"Meistarinn", Erling Blöndal Bengtsson, stóð svo sannarlega fyrir sínu á tónleikunum í síðustu viku og launaði áhorfendum uppklappið með stuttum húmorískum dansi eftir Prókofíev. Það er skammt sellóanna á milli því "áskorandinn", Truls Mørk frá Noregi, er á næstur á svið. Hann mun flytja sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímsson á tónleikum fimmtudaginn 9. október +++en þeir hefjast eins og vanalega klukkan 19.30. Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri SÍ kemur til að stjórna flutningnum. Það er síst of mikið að kalla Truls Mørk einn af allra bestu sellóleikurum heimsins í dag. Á efnisskránni þann 9. október er auk þess að finna verkin: Fantasía um stef eftir Thomas Tallis eftir Ralph Vaughan-Williams, og Sinfónía nr. 2 eftir Beethoven. Fyrir tónleikana munu höfundurinn og einleikarinn vera með kynningu í Háskólabíói og hefst hún klukkan 18.30. Þess má geta að verk Hafliða er samið fyrir tilstuðlan Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Fílharmóníusveitarinnar í Osló og Skosku Kammersveitarinnar. Truls frumflutti konsertinn á tónleikum Norsku Fílharmóníunnar á f0studaginn var og mun leika hann með Skosku kammersveitinni síðar á þessu ári.