EN

13. október 2003

Shostakovitsj-hringurinn hefst á fimmtudag

Eitt metnaðarfyllsta verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands hin síðari ár er sú fyrirætlun að leika allar sinfóníur Dmítrí Sjostakovitsj, alls fimmtán talsins, á næstu þremur til fjórum starfsárum. Fyrstu 3 sinfóníur hans eru á dagskrá á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Verkefnið er hugarfóstur aðalhljómsveitarstjórans, hins unga breta Rumon Gamba sem er nú enn frekar farin að setja mark sitt á starf SÍ en hann horfir nú fram á annað starfsár. Efnisskrá tónleikanna má lesa hér!