EN

21. október 2003

Fegurð í tónum sem seint verður jöfnuð

Einn þekktasti píanókonsert Mozarts, sá nr. 21., verður leikinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 23. október. "Íslandsvinurinn" Philippe Entremont leikur einleik og stjórnar píoanókonsertinum á fyrri hluta tónleikanna en 5. sinfóníu Prókofíevs eftir hlé. Í efnisskrá segir um þetta verk +++Mozarts að það sé "...fegurð í tónum sem seint verði jöfnuð." Franski píanóleikarinn og stjórnandinn Philippe Entremont er nú orðinn góðkunningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og áheyrend hennar. Hann kemur nú hingað til lands þriðja árið í röð til þess að leika og stjórna. Hann hefur aflað sér mikilla vinsælda á tónleikaferðum sínum um víða veröld í ríflega hálfa öld með heillandi framkomu, eldmóði og djúpu tónlistarinnsæi.