EN

29. október 2003

Miðjarðarhafshiti í Háskólabíói

Það er ekki ósennilegt að flamencosöngkonunni Ginesa Ortega takist að hækka hitastigið lítið eitt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar fimmtudaginn 30. október. Hún mun syngja verk úr ballett Manuel de Falla: El amor brujo (ástartöfrar). Höfundurinn sóttist eftir því að sameina klassíska tónlist og andalúsíska sígaunatónlistina sem hann unni svo heitt. Efnisskrá tónleikanna má sjá hérna: