EN

24. nóvember 2003

Hljómsveitin heldur til Þýskalands

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Þýskalands í næstu viku og mun halda fimm tónleika á jafn mögrum dögum. Haldið verður utan 6. desember og leikið á tónleikum í Köln, Düsseldorf, Bielefeld, Kiel og Osnabrück. Tónleikaferðin er farin í samvinnu við þýska umboðsfyrirtækið Musica vivendi GmbH & Co.KG. +++ Sama efnisskrá verður leikin á öllum tónleikun en hún samanstendur af þremur verkum: Frón, eftir Áskel Másson, Píanókonsert nr. 2 eftir Sergej Rakhmanínov og 5. Sinfóníu Sibeliusar. Einkleikari á tónleikunum verður Lev Vinocour og hljómsveitarstjóri verður Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Íslenskum áheyrendum gefst kostur á að hlýða á dagskrána á tónleikum næstkomandi finmmtudag klukkan. 19.30 í Háskólabíói. Miðasala er á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands: sinfonia.is, í síma 545 2500 og á skrifstofu SÍ í Háskólabíói. Miðaverð er þrennskonar etfir sætaröðum: 2200 krónur á bekki 1 – 20, 1800 krónur, bekkur 21 – 24 og 1400 krónur, bekkur 25 – 28.