EN

18. desember 2003

Sívinsælir jólatónleikar seljast upp!

Æfingar fyrir jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru nú í fullum gangi í Háskólabíói. Margur sem á erindi hingað inn hefur gleymt sér með eyrað á hurðinni og farið aftur út í daginn með breiðara bros. Tónleikarnir eru með hefðbundnu sniði í ár en ýmislegt nýtt og spennandi verður þó á dagskránni og óvæntir gestir munu stíga á svið... segjum ekki meira!!! Tónleikarnir eru á laugardaginn og hefjast klukkan 15.00. Efnisskráin +++er eftirfarandi. LeRoy Anderson: Jólaforleikur Francois-Joseph Gossec: Gavotte (flauta) Howard Blake: Snjókarlinn HLÉ Pjotr Tsjajkovskíj: Arabadans úr Hnotubrjótnum (dans) Ingibjörg Þorbergs: Hvít er borg og bær (kór) Jórunn Viðar: Það á að gefa börnum brauð (kór) Ingibjörg Þorbergs: Jólabros í jólaös (kór) Jórunn Viðar: Jól (kór) LeRoy Anderson: Sleðaferðin Friðrik Bjarnason: Jólasveinar ganga um gátt, Jólasveinn Franz Gruber: Heims um ból (samsöngur) Það er einvalalið sem heldur um taumana, hljómsveitarstjórinn Bernharður Wilkinson og sögumaðurinn og kynnirinn Atli Rafn Sigurðarson sameina krafta sína annað árið í röð. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikari: Björg Brjánsdóttir Einsöngvari: Jóhann Páll Jóhannsson Kór Kársnesskóla, kórstjóri: Þórunn Björnsdóttir Nemendur úr Listdansskóla Íslands, danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir Kynnir og sögumaður: Atli Rafn Sigurðarson