EN

9. janúar 2004

Að kunna að spila - en láta það samt vera

Einhver ku hafa sagt að heiðursmaður sé sá maður sem kunni að spila á kontrabassa en láti það engu að síður vera! Ekki veit ég hver lét þessi orð falla eða af hvað tilefni en við látum það sem vind um eyru þjóta. Þeir eru sannarlega heiðursmenn félagarnir Hávarður Tryggvason og Valur Pálsson sem stíga á stokk saman 15. janúar og flytja konsert Hauks Tómassonar, Skíma. Í næstu viku verður efnisskrá tónleikanna birt á netinu og hægt að lesa meira um afrek þeirra beggja.