EN

4. febrúar 2004

Myrkir músíkdagar allsráðandi

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstkomandi fimmtudag eru liður í tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands: Myrkum músíkdögum. Nú eru 24 ár síðan hátíðinni var hleypt af stokkunum en hún hefur alla tíð verið vettvangur nýrrar íslenskrar tónlistar, fyrst og fremst. Tónleikarnir á fimmtudaginn hafa yfir sér forvitnilegan og frísklegan blæ, leikin verða þrjú ný verk, Flow and fusion, eftir Þuríði Jónsdóttir, Hljómsveitarverk VI, eftir Finn Torfa Stefánsson, Sinfonia eftir Þórður Magnússon og Endurskin úr norðri eftir Jón Leifs. Hljómsveitarstjóri er Niclas Willén. Miðasala á tónleikana er í fullum gangi og hægt að kaupa miða hér á vefsíðunni. Efnisskrá tónleikanna má einnig lesa hér!