EN

10. febrúar 2004

Ungir einleikarar úr Listaháskólanum

Næstkomandi fimmtudag eru á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands tónleikar í samstafi við Listaháskólann. Fjórir ungir einleikarar úr skólanum munu stíga á stokk og flytja verk eftir Sibelius, Shostakovich, Ibert og Brahms. Þetta eru þær Gyða Valtýsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Ingrid Karlsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir.Hljómsveitarstjóri er Niklas Willen. (Skoða efnisskrá) Tónleikarnir eru sem fyrr sagði í Háskólabíói og hefjast kl. 19:30. Miðaverð er aðeins 1.200 kr. og námsmenn fá miðann á hálfvirði. Miðasalan er á skriftstofu SÍ í Háskólabíó og einnig er hægt að kaupa miða á netinu.